Friday, March 7, 2008

Rullutertur og guðsorð

Hans hátign og The First lady hafa boðist boðskort í fermingarveislur, notabene-þetta er skrifað í fleirtölu. Ég hélt að sú venja væri útdauð. Nei alveg rétt við látum ferma krakkana okkar í von um að einhver geti troðið kristilegum boðskap inn í tölvuvætt heilabú þeirra vegna þess að við sjálf erum of upptekin að lifa eftir boðorðunum 10. Foreldrarnir neita að trúa því að krakkaskríllinn fermist vegna gjafanna en standa svo á haus sjálf við að finna bestu gjöfina handa gríslingnum. Ef frændinn eða frænkan dirfist svo að spara í gjafakaupunum eru þau hiklaust tekin af jólakortalistanum og munu héðan í frá verða níska frændfólkið. Við vitum öll að rándýru pennasettin sem við fengum í fermingjagjöf fyrir x árum síðan standast tímans tönn og við vitum nákvæmlega í hvaða hillu upp í skáp við geymum það.....þangað til að við fáum not fyrir það í framtíðinni. Nú eða orðabókin sem er orðin úrelt áður en fermingabarnið lýkur framhaldskóla.

Prinsinn fann ekki mikinn mun á sér eftir að hafa verið tekinn í fullorðinna manna tölu í gegn um fermingu sína. Hann man þó óljóst eftir ofnotkun sólarbekkja fyrir "hátiðarhöldin".

Ú því að fermingin skiptir landann svona óskaplegu máli - má ekki slá veislunni saman við eitthvað sem gæti orðið skemmtilegt t.d útileguferming, smala stórfjölskyldunni saman seinna um vorið í tjald með gítar og tóna "Ó Jesúm bróðir besti" yfir góðu rauðvínsglasi. Nú eða gera eitthvað sem krakkagríslingnum finnst skemmtilegt s.s paintball, í vatnsrennibrautagarð, á hjólabretti o.s.frv. Fyrir hvern er rúllutertan?

Ef við ætlum að viðhalda þessari hefð - reynum þá að minnsta kosti að gera daginn meira eftirminnilegan fyrir krakkann og minna kannski fyrir okkur sjálf.


Rétt upp hönd sem hefur skrifað fermingaveislur á top 10 listann yfir hvað er skemmtilegt að gera á sunnudögum. Prinsinn hefur ekki krotað það á sinn lista.


Prinsi barnlaus biskup

1 comment:

Anonymous said...

Þetta þykir mér mjög góð hugmynd. Merrild og marengs er ekkert spes combó.