Friday, March 28, 2008

Er konungsrikið skattfrjalst?

Árshátíð saumklúbbsins Sleiks er í kvöld - stærðarinnar klúbbur, heil þrjú kjötstykki að meðtöldum Prinsinum. Af því að þetta er árshátíð og vorfagnaður og páskaskemmtun og aðalfundur þá hefur Prinsinn svelt sig í dag til að geta opnað fyrir aðþrengdu deildina í fataskápnum og slegið á þráðinn til Geirs Ólafs til að fiska upp úr söngfuglinum nokkur vel valinn tísku ráð.

Hið konunglega líf byggist þó ekki eingöngu upp á kvöldskemmtunum og snyrtistofuheimsóknum. Nei kæru vinir. Það byggist einnig upp á brúnkukremum og utanlandsferðum... og góðgerðarstarfsemi - þegar það hentar!

Prinsinn tók sér frí frá konunglegu amstri í vikunniog skellti sér á námskeið "Verkefnastjórnun - lykill að árangri" hjá Nýsköpunarmiðstöð og var útskrifaður í dag.... Þetta var mjög gott námskeið, vel upp byggt, skýrir fyrirlestrar og markvisst. Prinsinn er sáttur og mælir eindregið með þessu námskeiði fyrir áhugasama.


...og nú er það hin heilaga skattaskýrsla sem tekur völdin. Já, það þarf líka að gera grein fyrir konunglegum lifnaðarháttum.


Prinsi í Sleik

No comments: