Monday, March 31, 2008

Formleg heimsokn a Suðurlandið




Sunnudagur til sælu - First lady og Prinsinn brunuðu yfir Hellisheiðina í gær - rómantísk ferð á Suðurlandið. Pútan var hituð upp,sólgleraugun pússuð, bílbeltin spennt og Eurovison diski var skellt í tækið. Hveragerði var fyrsta stopp - það þurfti auðvitað að skrifa nokkur póstkort og senda á vini og ættingja í höfuðborginni...það er ekki á hverjum degi sem konungsfjölskyldan fer út fyrir stórborgina ef frá er talið póstnúmer 220. Ætlunin var að fara í blautbolskeppni á þvottaplaninu við hið víðfræga Fossnesti á Selfossi og renna þvottakústunum yfir pútuna samtímis. Það er enn vetur á suðurlandsundirlendinu með snæviþökktum þvottaplönum og því varð engin blautbolskeppni í þessari ferð. Sundlaug Selfoss var þó heimsótt og trýtluðu Prinsi og First lady á milli heitu pottana í dágóða stund eða þangað til brunað var á Eyrabakka. Á Eyrabakka stóð valið á milli þess að fá sér göngutúr í fjörunni sem var uppástunga First lady eða gúffa einhverju góðgæti í sig á Rauða húsinu sem var uppástunga Prinsa sem hefur enn ekki séð sér fært á að mæta í Boot-camp. Eftir lýðræðislega kosningu (Prinsinn hefur tvö atkvæði) var stefnan sett á Rauða húsið þar sem diskarnir voru sleiktir. Eftirrétturinn var þó snæddur í höfuðborginni eftir öflugan Eurovision söng í gegn um Þrengslin. Deginum var svo slúttað með því að drita inn hinni margumtöluðu og sívinsælu skattaskýrslu með hjálp húsfreyjunnar að Bárugötu 9.

Ánægjulegur Eurovison dagur á Suðurlandi. Prinsinn er þó guðs lifandi feginn að First lady hafi ekki heimtað að gista einhversstaðar fyrir utan höfuðborgina - þar hefði ánægjan alveg fokið af tilhugsuninni að heimsækja almúgann "út á landi".

Prinsi sáttur við landsbyggðina

No comments: