Wednesday, April 2, 2008

Hver er afstaðan?

Þar kom að því. Eftir létt matarboð í gærkvöldi og smá rauðvínsslettu ákvað Prinsinn að nú væri rétti tíminn til að starta aftur í Boot-camp og dressaði hann sig því upp í morgun, skellti Nike skikkjunni yfir axlirnar og kórónunni á höfuðið og leyfði First lady að draga sig út í Pútuna.

Trukkabílstjórar sáu til þess að Prinsinn kæmist ekki í þetta embættisverk sitt. Það var allt stopp frá Kópavogsbrúnni í báðar áttir. Prinsinn brosti út í annað og slakaði vatnsbrúsanum ofaní tösku. Prinsinn og First lady ákváðu að taka þátt í þessum mótmælum, með glöðu geði - höfðum þó tækifæri á að snúa við en í stað þess að snúa við, drápum við á bílnum og hlustuðum á útvarpið í klukkustund. Í rauninni var ég hissa á hversu margir reyndu að stytta sér leið á einhvern hátt, jafnvel að aka yfir skurð á milli brautanna. Greiðir þetta fólk ekki sitt bensín sjálft, mér er spurn? Ég skil reyndar ef fólk hefur þurft nauðsynlega að komast í tíma hjá lækni o.þ.h en aðrir? Afhverju ekki að leyfa þessum mótmælum að hafa áhrif á samfélagið og sýna þannig samstöðu. Ég hrífst af fólki sem þorir og velur að taka afstöðu til mála og ég dáist að trukkabílstjórum fyrir að sýna samstöðu og þannig sýna fyrir hverju þeir eru tilbúnir að berjast fyrir þegar þeir telja ekki á sig hlustað. Að mínu mati erum við Íslendingar löt í að sýna fyrir hvað við stöndum - við látum valta yfir okkur og jafnvel nennum við ekki einu sinni að setja okkur inn í málin og þannig forðast það hlutverk að vera ábyrgur samfélagsþegn. Við lokum okkur af í okkar eigin litla "búri" og sleppum að huga að heildarmyndinni.

Að sjálfsögðu tel ég það ekki vera lausn allra vandamála að hefja mótmælaaðgerðir - en hvað skal gera þegar maður upplifir að ekki sé hlustað á skoðanir manns. Er það bara: "Já takk, ég reyni bara aftur síðar."?

Og hvers vegna hafa olíufélögin efni á að gefa slíkan afslátt af bensíni og díselolíu í dag og raunin er. N1 auglýsti 25 krónu afslátt af bensínlítranum í dag meðan byrgðir endast. Var þetta bensín keypt í einhverri heildsölunni?

Nú hefur Prinsinn ekki séð sér fært að taka hagfræðikúrsana né heldur viðskiptafræðinámskeiðin í kvöldskólanum en mín almenn kunnátta og tilfinning segir mér að hér sé verið að plata mig. Í dag hef ég fylgst með fólki flykkjast á besnínstöðvarnar og fylla tankinn með afslætti. Þessum sama afslætti sem það hefur þegar borgað sjálft fyrir með eilífum hækkunum á bensínverði. Þannig að við sýnum í verki að við erum þakklát fyrir afsláttin, við sýnum aftur á móti ekki í verki þegar við erum ósátt... förum samt og fyllum tankinn. Það verður engin aukning í notkun á almenningssamgöngum né heldur sér maður fleiri hjól dregin út úr bílskúrnum. Við látum líkt og við séum kúguð þjóð - erum við það?


Prinsi til í slaginn

1 comment:

Anonymous said...

Njáll og Bergþóra elska að mótmæla!

kv. Edda