Tuesday, April 15, 2008

í dag er dagurinn

Í dag mælir Prinsinn með:

Að ljúka því sem er óklárað s.s þvotturinn sem hangir á snúrunni, talan sem er laus á buxunum, gluggapósturinn sem á eftir að fara í bókhaldið o.s.frv.

Að hringja í ömmuna og/eða afann - getur gert vikuna þeirra enn betri.

Að tjá væntumþykju sína til einhvers sem hefur ekki heyrt það lengi.

Að gefa sér örlítinn tíma til að minnast þess sem maður hefur áorkað og örlítið minni tíma í að veltast og væla.

Að loka einhverju máli sem hefur truflað mann í x langan tíma.

Að setja sér jákvætt markmið fyrir vikuna.

Að anda að sér fersku lofti....og njóta þess.

Að fara snemma að sofa og eiga góða morgunstund með kertaljós og góða tónlist.

Að ögra sjálfum sér.

Að prófa að bursta tennurnar á annan hátt en gert er venjulega.

Að finna að maður sé lifandi mannvera sem hefur val og tekur meðvitaðar ákvarðanir.



Prinsi í uppsveiflu

2 comments:

Dilja said...

Prinsi, hvenær förum við á Esjuna góðu?
-ég er reyndar rúmföst vegna inflúensu, það eru sko dagar sem maður er uppfullur af markmiðssetningu!
Langar að gera svoooo margt!

Frimann said...

Láttu mig vita ef ég get komið og skellt hitamælinum upp í þig...eða bara aðstoðað þig á einhvern annan hátt.

F.