Wednesday, April 16, 2008

Esjan kallar

Svífur yfir Esjunni sólroðið ský....

Diljá hin fagra spurðist fyrir um Esjugönguna. Esjugangan er enn á planinu um leið og vorhreingerningin er afstaðin þ.e.s þegar snjórinn er að öllu horfin úr hlíðum Esjunnar og bjart er orðið nógu lengi til að skottast upp fjallshlíðarnar.

Planið er fyrir þá sem ekki vita er að hittast á þriðjudagskvöldum í vor og sumar við Esjurætur klukkan 18.00 og tölta upp á Esju. Komi þeir sem vilja, eins oft og þeir vilja og á þeim hraða sem þeir vilja. Málið er bara að njóta kvöldgöngunnar í góðum hópi - hreyfing og gleði, getur ekki orðið betri kokteill á þriðjudagskvöldum.


Annarskonar hópefli sem er á sumardagskránni er útileikir. Eina til tvær kvöldstundir í mánuði er hittingur miðsvæðis í borginni og farið í góða og gilda leiki s.s eina krónu, stórfiskaleik, fallin spýta o.s.frv. Allir velkomnir.


Prinsi teambuilder


p.s. Nú er Prinsinn að leita eftir gömlum slæðum, beltum, handtöskum, hárskrauti og skartgripunum. Alltaf að skapa. Þeir sem luma á slíku góssi og vilja styrkja konungsríkið, þá tekur Prinsinn mjög gjarnan við slíkum framlögum og býður ekki bara innleggsnótu í speltvöfflur á Kirkjuveginum heldur bætir um betur og býður nýkreistan ávaxtasafa með til að skola niður dýrindis vöfflunum.

4 comments:

Anonymous said...

Já mar ætti kannski að fara að prufa esjuna. Ekki verra ef mar er í konunglegum félagsskap ;-)

knús

The Queen

Dilja said...

mmm langar í speltvöfflur og ávaxtasafa núna!
spurning um að fara í skúffurnar sem geyma gersamar er þú fellst eftir að fá í eigin hendur yðar hátign!;)

Anonymous said...

Við erum með díl Diljá mín - mættu með gersemana og þín verður ákaft fagnað með speltvöffludansinum.

F.

Anonymous said...

Heyrðu Brasilía - hvað er nú þetta? Hvernig getur bloggið verið "intresting" ef þú getur ekki lesið íslensku...ertu þa að tala um litinn í bakgrunninum eða?

F.