Monday, April 28, 2008

Ekkert nesti - engin gleði



Prinsinn er úrvinda eftir öflugt félagslíf síðustu daga.

Prinsinn byrjaði með að kveðja veturinn með spilakvöldi á Kirkjuveginum - First lady var öflugur með spilastokkinn og góðir gestir kíktu við og tóku í spil með íbúum konungsríkisins að Kirkjuvegi.

Sumrinu var heilsað með eftirmiðdagsgöngu upp á Keili. Prinsinn var vakinn og skellt í ballettskóna og drifinn suður með sjó - nú skildi aldeilis koma konunglega blóðinu á hreyfingu...Ekki seinna vænna ef Prinsinn á að geta troðið sér í neonbleiku stuttbuxurnar. Gengið var yfir úfið hraunið og Prinsinn komst að þeirri leiðinlegu staðreynd að nestið hafði gleymst...jafnvel gleymst að kaupa nestið. Prinsinn hélt þó áfram, tipplandi á balletskónum yfir hraunið með ekkasog yfir gleymdu nesti. Þurrar döðlur teljast ekki nesti sem hentar Prinsinum. First lady skokkaði aftur á móti hress yfir hraunið, klæddur til að klífa Everest og sönglaði hástöfum" Við göngum svo léttir í lundu því lífsgleðin blasir oss við...." Gott teymi!

Prinsi göngugarpur

No comments: