Tuesday, April 15, 2008

Prinsinn, Þorhallur og Bette Midler

Prinsinn varð örlítið andlaus í kvöld eftir að hafa notað orkuna í að andskotans yfir stöðnun Kastljóss. Því varð úr að Prinsinn skellti sér á hin konunglega fák og hjólaði af stað ásamt Bette Midler, Dionne Washington, Dolly Parton og fleiri góðum vinum. Prinsinn og vinirnir hjóluðu yfir holt og hæðir, sem er mjög auðvelt að segja um Fjörðinn og sungu hástöfum til að yfirgnæfa óhljóðin í ósmurðri keðjunni á hjólafáknum. Að endingu, þar sem Prinsinn stóð lafmóður fyrir framan klaustrið færðist andinn yfir Prinsinn og hann hélt heim á leið til að vesenast með nýjustu hugmynd sína, uppfullur af sköpunargleði og löngu búinn að gleyma Þórhalli í Kastljósinu.

Prinsi skapandi himins og jarðar


p.s - Ef þið lumið á skartgripum, hálfum eða heilum sem þið hafið ekki hugsað ykkur að nota framvegis þá þyggur Prinsinn það með þökkum og gefur innleggsnótu í spelt vöfflur á Kirkjuveginum í staðinn.

No comments: