Tuesday, October 7, 2008

Enga eymd, ekkert volæði

Góðan daginn kæru landar

Nú er um að gera að hrista af sér slenið og skipuleggja hversdagsleikann upp á nýtt. Það þýðir ekkert að leggjast í volæði og eymd - Það skiptir máli halda sér á floti og endurskoða lífsgildi sín. Það er margt sem hægt er að gera þó svo að kreditkortið sé klippt, þjónusturáðgjafinn í bankanum sé í áfallahjálp og flugmiðinn á árshátíðina í London sé rifinn.

Hér eru nokkur dæmi um það sem hægt er að gera án þess að setja þurfi á raðgreiðslur.

1. Endurnýja bókasafnskortið - fullt af fínum dvd diskum leigðir út á lágmarksverði
2. Dusta rykið af vöfflujárninu og bjóða heim í kaffi
3. Endurnýta skóskápinn með skóaburði og pússun
4. Draga fram Matador og öll hin 80´spilin
5. Skipuleggja ættarmót
6. Stunda jarðarfarir
7. Fylgjast með Ragnheði Steinunni og Jónsa á sjónvarpsskjánum
8. Demba sér í að skrifa fjölskyldusöguna
9. Föndra jólagjafir
10. Glugga í draumaráðningarbækur og lesa Öldina okkar

4 comments:

Dilja said...

ég finn volæði þegar þu bloggar ekki!
hittumst fljótt

Anonymous said...

Hva!! Er Stefan bara alveg orðlaus þessa dagana??
idp

cheetah1 said...

Hey sweetie... what happened to designing your own life? What happened to the Prince?

Emma L said...

What would it take?