Friday, September 26, 2008

Teiti og boð

Eg er mikill aðdáandi Stefan´s og þykir fátt skemtilegra en að þyggja leiðbeiningar frá honum. Þar sem ég er á leið í starfsmanna "teiti" í kvöld leitaði eg ráða hjá honum um hvað ber að varast og hvað sé mikilvægt að huga að fyrir slík boð.

Stefan tjáði mér að nauðsynlegt sé að þyggja slík boð, sérstaklega ef yfirmaðurinn hefur boðað komu sína, hvað þá heldur ef boðið er haldið heima hjá yfirmanni. Hverskyns boð og teiti eru eitt af áhugmálum hans enda er hann mikill áhugamaður um fagmannlega hvítvíns"smökkun". Hann leggur þó ekki lið sitt við teiti sem líkjast tvítugsafmælum á skemtistaðabúllum þar sem leigður er lítill bjórkútur fyrir þá sem mæta fyrst. Hvað þá heldur fimmtugsafmæli með kerlingum sem klæðast sama dressi og þegar yngsta barnið fermdist, rúllandi á gólfinu a eftir eiginmönnunum sem hlaupa undan með drykk í hendi, guðs lifandi fegnir að fá tækifæri á að bragða áfengi á meðal fólks. Fimmtugsafmælin geta þó verið Smart með vel útilátnum opnum bar og passlega Léttum pinnamat - Opni barinn missir þó allan Sjarmann þegar of stórar majones brauðsnyttur eru á boðstólnum eða pappaskálar á borðum með hnetum sem gestir kunna ekki einu sinni að bera fram nafnið á.


Eins og áður hefur komið fram hefur Stefan skoðanir, ekki síst á samkundum sem þessum þ.e.s starfsmanna "teitum". Hér skal þó stiklað á stóru yfir hans helstu ráð.

Nauðsynlegt er að þakka fyrir boðið og tillkynna komu sína, gott er að hafa hnittna spurningu sem neyðir viðkomandi til að svar hvort ekki sé Léttvín í boði án þess þó að gefa upp of mikið um "Reynslu" sína í Léttvínssmökkun.

Mikilvægt er að klæða sig eftir tilefni og Gullna reglan er þessi: Frekar "overdressed" en "underdressed".

Ef svo ílla vill til að makar séu velkomnir, þá skal gott fordæmi sýnt og afþakkað boðið fyrir makann þar sem hann er staddur erlendis.

Það er ekki virðing við gestgjafann að mæta stunvíslega, gætir lent í að þurfa aðstoða við að bera fram pinnamatinn og skenkja í glös. Þó skal ekki mætt of seint. Það er nauðsynlegt að fá andlit sitt fest á filmu meðan boðið er enn Smart - það eru þær myndirnar sem sýndar verða á innri vef fyrirtækisins á mánudeginum.

Gott er að mæta með litla pena gjöf handa gestgjafanum en þó ber að varast að leggja of mikinn pening út fyrir slíku þar sem gestgjafinn mun örugglega ekki muna hver kom með gjöfina. Frekar skal sett nokkrar extra krónur í eina góða Chablis eða Chardoney og dreypa á heimavið fyrir boðið.

Það borgar sig ekki þegar komið er í boðið að spyrja hvort skal farið úr skónum. Þó að þú sért ekki áskrifandi af táfýludjöflinum þá getur þú bókað að aðrir eru í langtímaáskrift. Taktu það sem sjálfsagðan hlut að ekki sé kastað af sér lakkskónum.

Þegar inn er komið skaltu heilsa gestgjafanum og kast á hann litlu yfirborðshrósi og heilsa nærstöddum með handabandi eða koss á kinn. Öðrum skal heilsað með því að kinka kolli og brosa örlítið. Þó gæti nægt að brosa með augunum til sumra þ.e.s þeirra sem ekki verðskulda nærveru þína.

Taktu þér góðan tíma áður en þú sest. Ef sest er á fyrsta besta kollinn gæti það merkt að þú bærir ekki næga virðingu fyrir sjálfum þér og komið þér í vandræði þar sem þú hefur ekki ákvörðunarvaldið um hvaða ónytjungur sest við hlið þér. Gott er að finna sér stað þar sem þú getur boðið ðahugaverðum deildarstórum að tylla sér hjá þér: Einnig er afar mikilvægt og ætti ekki að þurfa taka fram að þú skal ekki vera langt frá áfyllingardeildinni, þó skaltu ekki setja flösku á borðið og gefa þannig til kynna að blautrassarnir sem verða með angistarsvipinn á mánudeginum setjist hjá þér.

Ef yfirmaður fer snemma skaltu grípa tækifærið og verða honum samferða út (þú átt enn Chablis flöskuna heima). Annars er gott viðmið að láta sig hverfa þegar dömurnar eru farnar að dansa berfættar og röð komin á klósettið.



Ég hef engar áhyggjur af boðinu í kvöld með þessar leiðbeiningar í fararteskinu.
Bestu kveðjur og góða helgi,
F.

No comments: