Thursday, September 25, 2008

Stefan hefur skoðun a "Facebook"

Nú hef ég verið meðlimur á Facebook í næstum heila viku, það hafa því miður nokkrar klukkustundirnar farið í slugs á Andlitabókinni.

Stefan hefur skoðanir á þessum samskiptavef og telur að margir geti haft not fyrir að velta þessum hugleiðingum hans vel fyrir sér.

1. Aldrei að gleyma að skrá þig reglulega út - ekki hafa þessa síðu opna allan daginn. Það er ekki uppliftandi fyrir mannorð þitt og nauðsynlegt er að gefa til kynna að þú hafir margt annaðvið dýrmætan tíma þinn að gera en að tæla til þín ókunnuga og kalla þá vini.

2. Veldu vandlega þær myndir sem þú setur af sjálfum þér inn á þessa síðu. Það þarf ekki fleir orð um þetta ráð.

3. Athugaðu hvaða hópa þú leggur nafn þitt við og skoðaðu hversllags fólk hefur skráð sig í viðkomandi hóp. Þú skalt vera samfélagslega ábyrgur en þó ekki með of sterka skoðun og aldrei að leggja nafn þit við aðdáendahópa líkt og: "I love mom", "Ætla á óliver um helgina" o.s.frv.

4. Vandaðu málfar þitt og vertu öðrum til fyrirmyndar um íslenska málnotkun. Þar sem þú ert mikill heimsborgari og hefur safnað þónokkru magni af erlendum "vinum" getur það reynst nauðsynlegt að tjá sig á erlendu máli, þá er mikilvægt að hafa orðabók við hönd og fletta upp góðum og gildum enskum orðum. Það er ágætt ef viðtakandi þarf einnig að fletta upp orðinu til að skilja þig.

5. Það ber að forðast að svara póstum og vinabeiðnum um leið og það berst í innhólfið (sjá punkt 1.)

6. Ef gamlir skólafelagar setja sig í samband og bjóða aðgang að Barnalandi. Þá þakkar þú pent fyrir og gefur til kynna að þú sért nýkominn til landsins og sért mikið á ferð og flugi vegna viðskipta - þannig forðast þú Barnalands boðskort.

7. Ef þú hefur sterka þörf á að breyta svokölluðum "status" á þinni síðu, þá skal ekki slengja fram ódýrum settningum á borð við: "Þreyttur", "Djamm", "Bumbulína er á leið í heimsókn", "Pizzan á leiðinni", "Hlakka til að sofa" o.s.frv. Frekar skal tekið fram að þú sért á leið í Joga og ætlir í einn SojaChai á efir eða sért að fletta Travel tímaritum, nú eða jafnvel að þú sért að bíða eftir samtali við Eyjólf í Epal.

8. Það er misjafnt hversu marga "vini" fólk virðist eiga á samskiptasíðunni. Stefan mælir með að fólk reyni að halda sér á milli 200 og 400 vina. Það gefur til kynna að þú sért vel tengdur en takir ekki við öllu hyskinu.

9.Afmælisdagbókina, hægra megin á síðunni má nota. Það er þó mun betra að finna símanúmerið hjá viðkomandi afmælisbarni og senta pen textskilaboð. Það gefur til kynna að þú sért með alla afmælisdaga á hreinu og ekkert fari fram hjá þér. Með því að senda póst í gegn um síðuna ertu ekkert öðruvísi en hver annar og alls ekkert sérstakur.

10. Af öllum mætti skal forðast umræðu um samskiptavefinn í hverskyns boðum og teitum.

Stefan

No comments: