Tuesday, September 23, 2008

Facebook

Ég hef staðið fast á því að ég hef ekkert að gera við Facebook - það yrði einungis tímaeyðsla fyrir mig og ég hafði fullkomlega á réttu að standa.

First lady birtist á föstudaginn brosandi út að eyrum og tilkynnti formlega að hann hefði nú búið til Facebook síðu fyrir mig. Úr því að hann var svona einstaklega stoltur og ánægður yfir þessu sköpunarverki sínu þá gat ég nú ekki annað en kíkt aðeins inn á Veraldavefinn og kannað þetta Facebook þema. Í stuttum orðum þá hef ég ekki slitið mig frá tölvuskjánum þar sem ég hef nú stundað ítarlega vinaleit í þrjá sólarhringa. Ég hrópa reglulega yfir kotið í kjallaranum þegar ég hef náð upp í næsta tug af vinum.

Ég get ekki sagt að ég sé stoltur yfir "aðgerðaleysi" mínu síðustu daga en þetta hefur veitt mér vissa fullnægju meðan á stóð.


Annars er það að frétta að eymd í hálsinum er afleiðing þess að syngja hástöfum í gleðskap - ef það skildi gagnast einhverjum í fyrirbyggjandi aðgerðum.

F.

1 comment:

Elísa Jóhannsdóttir said...

Long time no see!!
Til hamingju með að vera orðinn giftur maður, æðislegt!
Og b.t.w. til hamingju með að hafa komið andliti þínu á meðal andlita nánast allra landsmanna!
Knús,
Elísa