Wednesday, September 17, 2008

Jamm - þá er Prinsinn mættur

Þá er sumarfríið á enda og prinsinn byrjaður að blogga að nýju. Viðburðaríkt sumar er á enda og hér skal stiklað á stóru yfir viðburði sumarsins.

Prinsinn hefur m.a.
-Flogið til Grænlands ásamt stórum hópi eldri borgara frá Selfossi.
-Smakkað hvalagúllaskássu - mæli ekki með henni.
-Glatt nokkra Grænlendinga yfir "casual dressed outfitti" þegar Prinsinn birtist í támjóu skónum, þröngu gallabuxunum með flugfreyjutöskuna ekki alveg viðbúinn klukkustundargöngu á möl.
-Drukkið ótæpilega af kampavíni í niðursveiflu krónunnar.
-Skipulagt sitt eigið 140 manna, tveggja daga brúðkaup með tveggja vikna fyrirvara.
-Fengið nett hláturskast á skrifstofu sýslumanns.
-Staðfest samvist sína með First lady.
-Farið á Íslendingaslóðir....á Krít.
-Styrkt Eyjólf í Epal.
-Sparkað útlenskum vinum í almenningssturtu í sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri - sem aldrei hafa farið í almenningssturtu.
o.s.frv.

Prinsi í haustlitum

No comments: