Thursday, January 10, 2008

Gleðilegt nytt ar

Þá er himnasængin komin á sinn stað, rauði dreglinum hefur verið rennt út og dustað hefur verið af hásætinu. Prinsinn og "the first lady" hafa komið sér fyrir í gamla hverfinu í Hafnafirði, sem á einmitt 100 ára kaupstaða afmæli í ár. Mikil kaflaskipti strax á nýju ári. Áramótunum var eytt í bíl á ferð um óbyggt Kópavogshverfi í leit að götu sem prinsinn hefði haldið að væri á Neskaupstað ef hann hefði ekki vitað betur. Nýársdeginum var eytt í að drita niður konunglegum eigum í pappakassa með nýársávarp Óla yfirgrís í bakgrunni - afar hátíðlegt. Við, Bjarni fluttum sem sagt strax á nýju ári, keyptum okkar fyrsta bíl og byrjuðum í Boot-camp - allt á fyrstu viku ársins...hvernig verða vikurnar þegar fram líður t.d. í apríl....


Ég er svo ljómandi heppinn að eiga fullt af yndislegum vinum - um síðustu helgi var prinsinn í þremur matarboðum. Þar var mikið rætt um áskoranir á nýju ári, hver lærdómur síðast árs var o.s.frv. Uppbyggilegar og afar "inspererandi" umræður. Í dag hef ég einmitt setið og spáð í hvernig ég ætla að hanna þetta ár - hver á titillinn á þessu ári að vera. Hvað vil ég fá út úr árinu sem ég verð þrítugur....Fullt af skemmtilegum pælingum!

Prinsi í kaflaskiptum

No comments: