Monday, January 21, 2008

Atvinnuauglysing

Auglýst er eftir stjórnmálamanni/konu sem vinnur út frá hagsmunum kjósenda

Hæfniskröfur:
Sjálfstæði í starfi
Sterkir samskiptahæfileikar
Auðmýkt
Ber hag kjósenda hæst
Engin þörf fyrir valdabaráttu
Mikinn metnað fyrir ábyrgðamiklu starfi og lítinn metnað fyrir eigin framapoti
Eigin fataskápur, ákjósanlegt að viðkomandi hafi fjármagnað hann á eigin kosnað
Ekki bundinn af skyldum til "fyrrum" yfirmanna

Umsóknir skulu berast til kjósenda allan ársins hring.

3 comments:

Anonymous said...

Því miður virðist þetta vera algjörlega útópísk hugmynd. Engir umsækjendur...
Svo er gert grín að spilltum stjórnmálamönnum í Malaví!

Anonymous said...

....... Ert þú ekki flottur í þetta starf Frímann minn?

kv. Edda

Frimann said...

Stjórnmálamenn hér á landi eru augljóslega ekkert betri en starfsbræður þeirra í Malaví, nema kannski betur klæddir þar sem þeir fá að skrifa klæði sín á flokkinn og þar af leiðandi flokksmeðlimi....