Monday, December 10, 2007

Velkominn heim prinsi

Hans hátign er lenntur - miða við hafurtaskið sem fylgdi þá leit út fyrir að það væru stórir fluttningar. Engin yfirvigt - mikill léttir...bara færður upp á business class með kampavínsglas í hendi: Svona á að fara með konungborna.

Staldraði þó stutt við í höfuðborginni - hélt beina leið til Akureyrar í rómantíska helgarferð með "the first lady". Mikil menningarferð. Byrjuðum á að sjá Ökutíma - prinsi þurfti aðstoð til að halda sér vakandi, smá vandræðalegt þar sem við sátum á fyrsta bekk og fyrrverandi bekkjarsystir Bjarna leikur aðalhlutverkið - Prinsi ætlaði nú ekki að sýna óvirðingu.... Fínn mælikvarði þó á verkið. Óvitar eftir Guðrúnu helgadóttur héldu prinsinum betur vakandi daginn eftir og seinna um daginn sá Garðar Sjarmör Cortes algjörlega um að halda prinsinum við efnið. Frú Cortes bauð okkur á tónleika með Garðari og Sinfoníuhljómsveit Norðurlands - ég vissi ekki einu sinni að það væri starfrækt sinfóníuhljómsveit utan höfuðborgarsvæðisins, en hei - við erum 300.000 manna þjóð með tvö stór shopping malls í höfuðborginni, afhverju ekki að skella í sinfóníuhljómsveit austur í landssveit, vestur á fjörðum og eitt stykki undir Vatnajökul.

Ljómandi norðanferð og gott að vera kominn heim á Snorró. Prinsinum var svo mikið í mun að koma sér vel fyrir að hann hefur ekki bara rúntað upp úr töskunum, heldur er hann búinn að skreyta jólatréð og pakka inn öllum jólagjöfum - konungleg afköst.

Prinsi decoration

No comments: