Tuesday, October 9, 2007

Frimann froskur

Ufff puff og lallala. Minn er að vinna með konu upp í Ohio, erum að skipuleggja workshop sem við munum stýra þar í lok mánaðarins og nefnist: "Be heard...at home, at work and at play". Við erum mjög ólík að mjög mörgu leyti, bæði persónulega og eins hvernig við vinnum og hugsum - stærðarinnar áskorun fyrir okkur bæði býst ég við, þó svo að ég eigi það til að hugsa að allt það sem ég legg í vinnuna sé rétt og hún hefur alltaf rangt fyrir sér - það er víst ekki svo einfalt. Samvinna er mjög áhugaverð og það er einkar áhugavert að skoða hvernig maður sjálfur er í samvinnu. Hverjir eru veikleikar manns í samvinnu með öðrum, styrkleikar og hverjar eru áskoranirnar. Er maður aktívur hlustandi eða er mikilvægara að koma sínum eigin orðum og skoðunum á framfæri. allavega við áttum símafund fyrr í kvöld og Frímann skellti sér í gamalt hlutverk þ.e.s að tala ekki upphátt um hvað var í gangi, tilfinningar, hugsanir o.s.frv. Svokölluð "silent treatment" -könnumst mörg við þá aðferð... Allavega þá varð mér augljóst að ef ég ætlaði að vera í þessu gamla hlutverki þá mundi ég enda á að vinna vinnuna sjálfur og auðvitað fá mínu framgengt en það er ekki svo víst að það yrði skemmtilegt og ekki einu sinni víst að ég mundi læra nokkuð nýtt, hvað þá að gefa okkur tækifæri á að tengjast og stjórna saman. Það getur nefnilega verið svo þrælskemmtilegt að gera hluti með öðrum...

Að öðru og jafnvel mikilvægara:) Skellti mér í göngutúr í dag - var orðin frekar súr af að sitja heima og vinna. Rambaði inn í bað búð og verzlaði mér stóran grænan frosk - úr sama efni og gulu baðendurnar sem tísta - honum er ætlað að standa inn í sturtunni okkar Bjarnalíusar (er það ekki Bjarni?) til að minna okkur á, á hverjum degi, að við berum ábyrgð á að gera lífið okkar skemmtilegt, líka litlu hlutina. Mig langar nefnilega að hlæja meira:)

Prinsi the frog (hef verið leystur úr álögum)

3 comments:

Viggó og Víóletta said...

Ég les...
Ég býð Júlíus frosk velkominn í litlu fjölskylduna. Mig hefur alltaf langað í barn.
Og hvað ertu eiginleg að tala um "silent treatment"?! Kannast EKKERT við það ;)
knús yndi
Bjarni

Anonymous said...

Það býr í þér froskur. Vissirðu það ekki ? froskur=prins eða prins=froskur. Ég veit ekki alveg hvort er betra
mamma

Frimann said...

Júlíus - mér llíkar nafnið. Hann getur vart hamið tilhlökkun sína yfir að fljúga yfir "stóra sjóinn" um helgina og komast á Snorrabrautina. Hver veit - kannski býður hann til innfluttningsveislu...

F.