Saturday, October 6, 2007

Stormikilvægur laugardagur

Prinsinn steig úr rekkju snemma þennan laugardagsmorgun, mættur á Starbucks fyrir 08.00 - puha, hefur ekki gerst oft í lífi hans hátignar. Svo lá leiðin í morgundanstíma með frk. perlueyrnalokkum - ljómandi skemmtilegt og aftur puha, hefur ekki gerst oft í lífi hans hátignar. Sambýlisfólkið skellti sér svo saman í brunch áður en leiðir skildu. Prinsinn þurfti að skokka heim til að "shæna" sig til fyrir afmælisveisluna í parkinum - overdressed... það hefur aftur á móti gerst áður í lífi hans hátignar að vera smá overdressed :)

Skellti mér einnig á götufestival sem var algjört prump.

Mútta á afmæli nú á mánudag - nett hint fyrir þá sem það þurfa:)

Þegar skyggja tók skellti prinsinn sér í silfur "outfittið" og tróð frk. perlueyrnalokkum í slíkt hið sama - halda átti í partý. Partý, partý partý. Prinsinn hefur nú alltaf verið talinn festglaður - en þarna dró hann limitið. Partýið var haldið af einum kórfélaga frk. perlueyrnalokkanna - oh já, hún syngur í kór. Þessi "samkoma" minnti mig einna helst á lélega mynd um fest í "highschool" með öllu tilheyrandi. Bjór í slöngu ofaní kok, stelpukindur í mínipilsum (trúið mér, það er ekki falleg sjón á öllum stúlkum....) hass reykingar upp á þaki, pizzusneiðaslagur í stofunni og drykkjukeppni í stofunni (munaði engu að prinsinn hefði látið til leiðast:)). Já maður gæti haldið að ferming væri á næsta leyti. En, nei við erum að tala um fólk með hringa á baugfingri, háskólapróf og marga hverja með ágætis áhugaverð störf. Prinsinn dustaði ósýnilegt ryk af mokkasíunum, teygði sig í nokkra vel valda sænska gæðamola, (prinsinn og frk. perlueyrnalokkar komu með gjafir - sænskt gæðakonfekt fra perlueyrnalokkunum og græna baðönd frá prinsinum) og hreinsaði úr nasaholunum upp í loftið.....:)

Eftir slíka tilraun til skemmtunar er þörf fyrir afslöppun. Prinsinn og frk. perlueyrnalokkar skelltu "station car" í gír og brunuðu á "the Martini" bar sem býður upp á píanóspil fyrir hvern sem vill NOTA raddböndin - ljómandi skemmtun og það kemur fyrir að hláturgusurnar frá konungsríkinu þagna....

Túttílú,


Prinsi overdressed með regn upp í nefið :)

3 comments:

Anonymous said...

Halló, halló
Takk fyrir að minna heimsbyggðina á afmælið mitt ! Annars á ég ekki von á mörgum afmælisgjöfum. Er Amríka eins og maður sér í bíó ?
Kveðja frá múttu 55

Frimann said...

Sko, ég vissi það - skiptir engu máli hversu gömul við verðum, við hugsum alltaf út frá gjöfum :)

F.

Anonymous said...

Halló bloggalingur! Gaman að lesa...Saknaðarkveðjur frá Mæsu