Saturday, October 27, 2007

Kosy Kringlutorg

Prinsinn og Janet, indjánafjaðrirnar, skelltu ser út að borða í kvöld til að "fagna" áfanganum. Prinsinn hefði þó alveg verið til í að fagna bara með sjálfum sér. Anyway, frú indjánafjaðrir vildi að við skelltum okkur á kósý ítalskan stað - prinsinn var nú meira en til í það og sa tækifæri a að skella í sig góðu chardonay og lina þjáningarnar. Kósý ítalski veitingastaðurinn var álíka kósý og Kringlutorgið upp í Kringlu. Stór kofi mitt á milli tveggja stórra verslunarhúsa. Gæti hafa verið á milli Ikea og Rúmfatalagersins... álíka mörg bílastæði. Skemmtilegt með væntingar - prinsinn hafði mjög ólíkar væntingar um kósý stemmingu....

Það ótrúlega gerðist þó - indjánafjaðrirnar hafði svo mikla þörf fyrir að fagna áfanganum að hún skellti sér á hálft chardonay..... Ekki það að prinsinum fynnist neitt rangt við að smakka ekki áfengi. Þetta var bara svo týpískt dæmi um hversu ólík við erum, með ólíkar væntingar og þarfir.

Og nú er kominn háttatími fyrir hans hátign - ætla að sofa lengi fram eftir því þá mun síðasti dagurinn líða enn hraðar...kannski ekki hraðar enn hann verður styttri...

Prinsi

No comments: