Wednesday, October 3, 2007

Brunað a faknum






Prinsinn skellti sér í hjólatúr eftir lærdóminn í gær - yfir Golden Gate bridge og endaði í einhverjum smábæ a hinum endanum. Skemmtileg ferð en varð heldur erfið á leiðinni tilbaka þar sem að upp frá þessum strandbæ var brekka, stór brekka og lööööng. Það var mjög gaman að hjóla niður brekkuna - það var ekki eins gaman að dröslast upp aftur. Svaka trafik yfir brúnna þ.e.s túristar í gönguferð - prinsi hló með sjálfum sér og hugsaði að þessir kanar kunna nú ekki að gera business - minn hefði selt gangandi turistum passa yfir brúnna :)


Átti svo notalegt kvöld með frk. perlueyrnalokkum - dunduðum okkur á hvor sína tölvuna með kertaljós og Bilie Holiday í bakgrunninum. Kósý.

p.s. Fyrir öll ykkur sem hafið óskað sérstaklega eftir að fá að vita hvað liturinn á brúnni heitir þá er það "international orange"

Prinsi á fáknum

2 comments:

Anonymous said...

Hey prince.

Láttu mig vita ef að ég sendi þér á rétt e-mail, þ.e. fékkstu mailið frá mér? það er ótrúlega fyndið.

love, Sigrún

Frimann said...

Ég fékk mailið - læt liggja á milli hluta hvort það sé ótrúlega fyndið:) Það var mjög gaman að fá vel orðað slúður...