Wednesday, October 31, 2007

au pair

Okei - spjallaði við granny í kvöld. Símareikningurinn er orðinn hálf milljón... B&B Landsbankafeðgarnir eru vel þegnir í liðið núna.

Prinsinn eyddi deginum sem íslensk au pair. Eyddi deginum með Emmu , Andy og skrímslunum. Týpískur túristaleikur með frelsisstyttunni og Empire state building o.s. frv. Kósý dagur með skrímslum með mikla orku. Ég reyndar naut þess, naut þess að halda á skrímslunum, að bara fylgja straumnum, að ekki ákveða hvert ég væri að fara o.s. frv.

Við fórum svo út að borða, í kvöld, með vinafólki þeirra - hver skírir barnið sitt Delphine? Frúin hét þessu stórkostlega nafni. Það sem vakti samt furðu mína í kvöld er sú staðreynd að þú getur fengið barnapíu á hótelið til að sitja yfir börnunum.....bara hringja í Gulu síðurnar.....

Prinsi pía, barnapía

No comments: