Saturday, October 27, 2007

Fjaðralokkarnir tættir

jæja bæja - þá er vinnu minni lokið hér í Ohio fylki. Fjaðralokkarnir orðnir tættir, hún snertir takka inn í mér sem kalla allt það slæma fram í samskiptum mínum við fólk.


En , nú er þessari samvinnu lokið - og aldrei aftur. Þó svo að þetta hafi verið ömurleg reynsla þá liggur fullt af lærdómi fyrir mig í þessu ferli...


Fékk Starbucks eftir workshoppið - gat varla notið þess þar sem fjarðralokkarnir stóðu mér við hlið....langaði bara að vera einn. Fyndna er að ég gat ómögulega ullað því út úr mér - það var einhver hindrun sem ég gat ekki séð, vildi ekki særa hana eða valda henni vonbrigðum þannig að ég leyfði mér frekar að valda sjálfum mér vonbrigðum....Það er naumast maður getur verið sannur sjálfum sér!


Núna þegar við þurfum ekki að vera lengur saman að vinna - laggði ég til að víð tækjum smá "nap", hvílistund - mín hugsun var að þá losnaði ég við hana og dagurinn liði hraðar....Enn og aftur ekki alveg sannur!

All for now,

Prinsi grimmi

No comments: