Friday, October 5, 2007

Rolegheit i Frisco

Rólegur föstudagur í konungsríkinu. Engar óeirðir, engin verkföll og jólagjafaóskalistinn tilbúinn. Átti kósý kvöld með frk. perlueyrnalokkum, elduðum heima og borðuðum Ben & Jerrys í eftirmat á náttfötunum með Ninu Simone gólandi í bakgrunninum. Afskaplega rólegt og notalegt.

Það er aðeins farið að kólna hérna í Frisco, maður er farinn að þurfa draga fram peysuna á kvöldin - minn ekki alveg nógu sáttur við það.

Vona að sólguðinn vakni snemma í fyrramálið. Prinsinn ætlar að skella sér í þvottahúsið út á horni og lyfta sér upp á laugardagsmorgni - Svo er stefnan sett á götuhátið og svo æfmælisveislu í einhverjum garðinum.

Fer eftir viku til Noregs - verður víst óþarfi að pakka niður sandölunum fyrir þá ferð...

Hittingur með Bjarnalíusi í Köben eftir 11 daga, vei!


Prinsi rólegi

No comments: