Friday, October 26, 2007

oslo-copenhagen-washington-cinncinatti

Jæja, þá er prinsinn mættur aftur eftir góða pásu. Ég ætla að byrja þar sem ég er í dag og fara svo aftur á bak. Sit í Cinncinatti, Ohio. Mun leiða workshop á morgun og er í mikilli baráttu við sjálfann mig – finnst þetta verkefni sem ég tók að mér leiðinlegt, vil samt sem ekki bregðast Janet, sem er að vinna þetta með mér. Í allan gærdag á leiðinni hingað frá Washington DC, fann ég að allar sellurnar í líkamanum mínum voru á móti þessari ferð og þessari samvinnu. Ég fann einnig að ég var ekki alveg trúr sjálfum mér – fann að ég gekk á móti mikilvægasta gildi mínu þ.e.s að vera trúr sjálfum mér. Settist niður með Janet í gærkvöldi og sagði henni allt sem var að gerast. Allt frá að ég vildi ekki gera þetta workshop og ég vildi ekki bregðast henni, yfir í að mér fannst okkar tenging vera á yfirborðinu og mér leiddist samvinnan og vinnan dró úr mér kraft í stað þess að byggja upp orku. Puha.... Í dag er ég einfaldlega að samþykkja að mér finnst Janet leiðinleg og mér finnst þessi vinna leiðinleg en ég hef ábyrgð – svo mín spurning til sjálfs míns í dag er: Hvernig ætla ég að njóta þessa ferlis?”

Prinsinn býr vel hér hjá Janet (hún er ekki í perlueyrnalokkaflokknum – meira yfir í indjónafjaðralokkadæmi›). Minn hefur enn og aftur heila íbúð fyrir sjálfann mig og hún er stærri en Washington íbúðin mín... með útsýni yfir hæðir og hóla. Indjónafjaðralokkarnir búa upp á hæð í litlum “kastala”, hún býr sem sagt ein í mööööörg hundruð fermetra kofa. 5 ba›herbergi, eigið yoga studio o.s.frv. – Svo órealistic – og hún er ekki einu sinni skemmtileg....

Allt annað sem hefur gerst... Var að kenna upp í Oslo – frábær tími, naut þess að vera þar og kenna, fór meðal annars út að borða með Sofia og Simon, fyrir þau sem muna eftir þeim. Eyddi nokkrum dögum með Bjarnalíusi í Köben. Að sjálfsögðu var það yndislegur tími...eftir að við náðum að tengjast, tók smá tíma. Bjarni er svo fallegur karakter. Stoppaði á Keflavíkurflugvelli í tvo tíma og stundaði non stop símavændi. Flaug til Washington og eyddi tveimur dögum með Emmu og co.

Stutt ferðasaga.

Dilja kemur til San Fransisco í november – jibby.


Prinsi

No comments: