Wednesday, October 10, 2007

Prinsinn afar busy...



Prinsinn hefur haft tvo meigin fókusa í dag - það var víst alveg kapp nóg fyrir hans hátign. Minn þurfti að ákveða hvað og hvernig kennslan upp í Osló á að fara fram ásamt Idu (það mundi vera aðilinn á mynd sem er með síðara hárið). Ég tók þá ákvörðun að líta á þá staðreynd að við þurfum að hanna kennsluna í gegn um tölvupósta ekki sem fyrirstöðu heldur sem tækifæri - þurfti aðeins að berjast við sjálfann mig þar....

Hinn fókusinn sem prinsinn hafði í dag eða öllu heldur markmið var að finna ákveðna búð hér í Sanny Franny. Jens Peter (það er svo sá með styttri kolluna á mynd), eiginmaðurinn hennar Idu pantaði sér fiski-vesti og vildi biðja mig að taka það með mér upp til Skandinavíu um helgina. Við erum að tala um að prinsinn mun hafa fiski-vesti í farangrinum... Anyway, hélt það yrði nú ekki málið að kippa þessu vesti með mér fyrir elskulega Jens Peter. Argggg, Þetta varð löööööng ganga í leit að þessari búðardruslu - og svo var hún lokuð. Ég get sagt ykkur það að ef Starbucks hefði ekki verið næsti nágranni (Starbucks virðist vera næsti nágranni hvar sem þú ert staddur hér) ja, þá er ég ekki viss um hvað prinsinn hefði tekið upp á. Kannski labbað berfættur eða hent tyggjói í götuna eða eitthvað álíka róttækt:)

P.s - Frk. perlueyrnalokkar fékk 5 ára gjöf í dag þ.e.s þakklætisgjöf frá fyrirtækinu fyrir að hafa verið trú og dygg í 5 ár. Hún fær að velja sér gjöf frá einum katalog - prinsinn sá ágætt úr sem hann gæti alveg hugsað sér.... Annars er ljómandi fínt perluhálsband einnig í boði...

Prinsi, snart pa vej op til Norge

3 comments:

Anonymous said...

Er ekkert blogg í nokkra daga! Er það því þú ert ekki í starbucks ískaffi gírnum í Norge?

Anonymous said...

Bíddu ? Er ekki hægt að blogga frá Norge? Ég vissi að Norðmenn væru Lummó enn .....

Edda

Anonymous said...

Ertu lasinn? Bloggaðu kæri vinur.

Tyrfingur