Prinsinn hefur haft nóg fyrir stafni undanfarna dag, hefur m.a
- Haldið áfram með úttekt á sundstöðum stórborgarsvæðisins
- Fundið fyrir minnimáttartilfinningu
- Setið á skólabekk í stjórnmálaskóla stjórnmálaflokks
- Fengið misgóðar viðskiptahugmyndir
- Komið allt of seint í afmæli og tekið sér stöðu húrra stjóra
- Þýtt norskt barnaleikrit
- Dottað yfir fyrirlestri Al Gore, þegar ég var búinn að missa alla von um að Dorrit ezkan væri á svæðinu
- Farið á tango námskeið fyrir karlmenn
- Fengið barnafjölskyldur í brunsh og lesið barnabók fyrir viðstadda þ.e.s foreldrana
- Setið út á verönd og skoðað eigin markmið með tilheyrandi niðurgangi og uppgangi
- Drukkið "einu" glasi of mikið af hvítvíni með tilheyrandi afleiðingum daginn eftir
- Farið í matarboð til Yndisauka - maður kemur ekki að tómum kofanum hjá eigendum veisluþjónustu
- Svitnað á útsölu hjá heildsölu og prúttað
- Horft á vel valda þætti af Aðþrengdum eiginkonum
- Skellt sér á sýningu hjá Þjóðleikhúsinu á Sá ljóti
- Fundið nýtt uppáhaldskaffihús í menningarborginni
- Fræðst um tilgang verkefnisins Kindur.is
...Já Prinsinn hefur ekki setið alveg aðgerðalaus síðustu daga!
Prinsi